PAX posinn:
PAX A920 er Android keyrður posi sem er bæði öruggur og nýtískulegur. Hann inniheldur öflugt batterí, hraðan prentara og tvær innbyggðar myndavélar. Þessi öflugi posi tekur við ýmsum greiðslum og er með bæði Wi-Fi og 4G tengingu sem hjálpar þér að sinna öllum verkefnum til að stunda þín viðskipti. Posinn gefur þér endalausa möguleika til að gera lífið þitt auðveldara.
Til að kveikja á posanum skal ýta á takkann á hægri hlið posans og halda honum inni í nokkrar sekúndur. Það sama gildir þegar slökkt er á posanum, einfaldlega haldið inni takkanum og ýtið svo á "Power Off" á skjánum. Þú kveikir einnig á skjánum með að ýta á sama takka lauslega.
Hvað posinn inniheldur:
Með posanum fylgir hleðsludokka, hleðslusnúra með USB tengingu, og pappír í prentarann.
Á posanum er "serial númer" sem hægt að að finna á tveimur stöðum:
-
Undir strikamerkinu, aftan á posanum
-
Undir "Stillingum" inná Salt Pay appinu
Stillingarnar finniru á aðalvalmynd, uppi hægra meginn í tannhjólinu. Þar getur þú einnig séð hvaða útgáfu af forritinu er í keyrslu í posanum, til dæmis 1.5.0.
Til að sjá batterí prósentu getur þú dregið niður skjáinn og prósentan birtist uppí hægra horninu. Batterí táknmyndin mun birtast í þeim lit eftir prósentustigi posans. Yfir 50% mun táknmyndin birtast græn, gult fyrir 35-50% og rautt undir 35%.
Athugið að ef posinn verður batteríslaus þá er ekki hægt að hlaða hann í hleðsludokkunni. Heldur þarf að tengja hleðslusnúruna beint í posann.
Upplýsingar um vélbúnað:
-
Lesari fyrir snertilausn
-
Myndavél að framan
-
Takki til að lækka hljóð
-
Hleðslugat
-
Kortalesari (EMV Reader)
-
NFC lesari
-
Takki til að hækka hljóð
-
Takki til að kveikja, slökkva eða vekja
Wi-Fi tenging:
Til að setja upp Wi-Fi tengingu skaltu draga niður skjáinn til að sjá Wi-Fi táknmyndina. Þar getur þú haldið tákninu niðri til að komast í stillingar. Inni í stillingum getur þú valið viðeigandi net og sett inn rétt lykilorð.
Skipta um pappír í prentara:
Til að skipta um pappír í prentaranum skaltu opna lokið á prentaranum og skipta eldri rúllunni út fyrir nýja rúllu. Best er að halda endanum á pappírnum útúr posanum þegar þið lokið aftur prentaranum.
Athugið að ef batterí staða posans er undir 10% er ekki hægt að nota prentarann. Til þess að virkja prentarann þarf að hlaða posann og bíða eftir að hann hefur náð yfir 10%.